Hattar 101

Sixpensari er kúpt höfuðfat úr mjúku efni og er með stutt og rúnnað hattbarð eða der. Sixpensarar koma með tvenns konar sniði sem hvort tveggja má kalla sixpensara. Það fyrra er með láréttum og sléttum útlínum vegna þess að hönnunin er með flötum kolli og gerð úr heilu efni að ofan. Meginhluti höfuðfatsins er dregið fram yfir barðið og er annað hvort saumað eða smellt á efstu brún hattbarðsins til að skapa þríhyrndan hliðarsvip.

Hitt sniðið er lausara og efnismeira. Toppurinn er gerður með því að sauma saman átta þríhyrnd stykki út frá miðpunkti ofan á hattinum sem er svo lokað með efnishnappi. Líkt og í fyrri stílnum er meginhluti hattarins dreginn fram yfir barðið en ekki eins mikið. Þetta snið fellur líka undir hatt sixpensarans en er oftast kallað newsboy cap. Á ensku eru flat cap og newsboy cap (sem myndi útleggjast á íslensku sem sixpensari og blaðburðarpensari eða newsboy-pensari) algengustu nöfnin á höfuðfötum í þessum stíl. Nöfnin eru þó fjölmörg og mismunandi eftir staðsetningum. Má þar nefna: cabbie, paddy, Gatsby, dai, longshoreman’s, scally, Wigens, Ivy, derby, Jeff, duffer, Vergon, duckbill, driving, Irish, sixpence, bunnet og Joao húfa. Á íslensku hafa orðin skyggnishúfa, derhúfa, pottlok og kaskeiti einnig verið notuð yfir sixpensara.

Jafnvel þó að sixpensarinn teljist vera nútímaklassík hefur hann verið til um aldir. Dæmi um forvera hans, sem kallaðist bonnet, er að finna alveg síðan á fjórtándu öld. Hugtakið cap eða „húfa“ komst í notkun fyrir 17. öld. Á 16. öld vildi breska þingið ýta undir neyslu á ull og gaf út þá tilskipun að allir menn sem ekki væru aðalsmenn yrðu að ganga með höfuðfat úr ull á sunnudögum og frídögum ellegar vera sektaðir. Það neyddi í raun flesta karla í landinu til að fjárfesta í höfuðfati og þó að lögin væru ekki lengi í gildi þá var hatturinn skjótt orðinn óafturkræfur hluti af einkennisbúningi verkamannsins. Sixpensarinn hélt svo áfram að vera vinsæll í gegnum 19. og 20. öld.

Aðalsstéttin tók meira að segja upp á því að bera sixpensara , úr dýrara efni, sem óformlegan valkost til að skarta á landareignum sínum og sixpensarar urðu vinsælir fylgihlutir með tweed- jakkafötum við hinar ýmsu veiðar. Þrátt fyrir það héldu þeir sterkri tengingu við verkamannastéttina í Bretlandi.

Í Bandaríkjunum og Bretlandi náðu sixpensarinn og newsboy-pensarinn hámarki vinsælda á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar. Þar sem blaðburðardrengir sáust vart án pensarans góða náði nafnið newsboy-pensari miklum vinsældum en almennt var það nær eingöngu verkamannastéttin sem gekk með slíkt höfuðfat.

Þættir á borð við Peaky Blinders hafa einnig hjálpað til við að rígnegla ímynd sixpensarans í fataskáp verkamannastéttarinnar. Þegar kreppan skall á minnkuðu vinsældir höfuðfatsins en það hvarf aldrei alveg.

Opinberar persónur, aðalsmenn og konungsbornir héldu áfram að ganga með pensara í frístundum.  Undanfarið hafa stjörnur á borð við David Beckham og Brad Pitt sést skarta sixpensurum og sýnt þannig fram á vægi þeirra sem flottur fylgihlutur fyrir nútímamanninn.

Taktu málband og mældu í kring um höfuðið.

Við mælum með að taka örlítið stærri stærð en heildarmál (0,5cm-1cm), þar sem Sixpensarinn liggur mismunandi á höfuðmáli hvers og eins.

Allar vörur eru afgreiddar innan 7-14 virka daga frá staðfestingu pöntunnar/greiðslu frá viðskiptavin. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Haft er samband við hvern viðskiptavin um tíma á afhendingu.

Ekki hika við að hafa samband við okkur á verslun@xice.is.is eða í síma 820 0788 (10-15 alla virka daga) ef þú hefur frekari spurningar.

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við XICE ehf. á verslun@xice.is eða í síma 820 0788 (10-15 alla virka daga) með frekari spurningar.